Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 08:01 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir eiga von á þríburum. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni. Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira