Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 08:01 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir eiga von á þríburum. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni. Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira