Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband Bjarki Sigurðsson skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Bræðurnir eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu þeirra um að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr í vikunni. AP/Vadim Ghirda Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir. Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir.
Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45