„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:18 Elva Hrönn segist orðlaus yfir viðtökunum sem hún hefur fengið eftir að hún tilkynnti um framboð sitt til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira