Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 23:15 Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson eru tveir af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. „Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
„Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira