Ferðamennska allt árið um kring Gréta María Grétarsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 08:01 Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. Hvort sem miðað er við fjölda starfa, gjaldeyristekjur eða veltu fyrirtækja í greininni er ferðaþjónustan svo sannarlega orðin ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Á sama tíma og ljóst er hversu mikilvæg greinin er fyrir okkur Íslendinga þá vitum við líka að við eigum mikið inni og getum gert betur, fyrirtækjunum, starfsfólkinu og viðskiptavinum okkar til heilla. Þekking og reynsla geta tapast Til lengri tíma veltur árangur okkar á því hversu vel okkur tekst að dreifa heimsóknum yfir árið, t.d. með áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku. Þessa dagana eru miklar sveiflur í rekstri fyrirtækjanna, sem þýðir að stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu er ekki með fasta vinnu allt árið, heldur starfar þar nokkra mánuði í senn, eða hleypur í eitt og eitt verkefni, samhliða annarri vinnu eða námi. Þetta fyrirkomulag hentar sumum, en því fylgja líka ókostir. Það er kostnaðarsamt að vera sífellt að ráða fólk og þjálfa og enn mikilvægara er að við þessar aðstæður er erfiðara að viðhalda þekkingu og reynslu. Það getur á sama tíma komið niður á þeim gæðum sem við viljum standa fyrir þar sem mun erfiðara er að viðhalda sama þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini ef stöðugt þarf að fjölga og fækka fólki eftir árstíðarsveiflum. Það er meðal annars þess vegna sem markmið okkar hjá Arctic Adventures er að bjóða starfsfólki okkar vinnu árið um kring. Það hentar ekki öllum að vera í tímabundinni vinnu samhliða öðru. Vissulega getur slíkt fyrirkomulag hentað fólki um tíma, en á einhverjum tímapunkti viljum við flest njóta meiri stöðugleika. Eins og áður segir verður meirihluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja til yfir sumartímann og þá er meiri þörf fyrir starfsfólk en þegar hægist um. Fleiri ferðamenn utan háannatíma Til að geta fjölgað heilsársstörfum þurfum við því að fjölga ferðamönnum sem hingað koma utan háannatíma. Reynslumikið starfsfólk í fullu starfi árið um kring er um leið mikilvægur öryggisþáttur sem stuðlar að því að vetrar-ferðamennskan verði öruggari og gangi áfallalítið fyrir sig. Öryggi ferðamanna, ekki síst að vetri til, hefur verið reglulega í umræðunni. Betra skipulag ferðaþjónustunnar árið um kring og þekking sem safnast upp í greininni þegar fólk á kost á framtíðarstarfi ættu að haldast í hendur og auka bæði virði og gæði þjónustunnar. Þetta eru auðvitað ekki ný sannindi, en vonandi verða þessi skrif til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við leggjum áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku almennt. Við viljum vera með reyndasta, menntaðasta, faglegasta og öruggasta starfsfólk sem völ er á. Til að geta byggt upp slíka reynslu og til að halda í þetta fólk verðum við að geta boðið því vel launaða vinnu allt árið um kring. Veturinn er aðlaðandi Á það hefur verið bent, í skýrslum og greinum, að arðsemi í ferðaþjónustu þyrfti að vera meiri og það er alveg rétt, enda er betri arðsemi forsenda þess að í greininni geti fólk af öllu tagi fundið vel launuð heilsársstörf. Ef við náum jafnari dreifingu ferðafólks yfir árið sláum við margar flugur í einu höggi. Jafnara álag bætir til muna nýtingu fjármuna, skilar sér í meiri arðsemi, fjölgar föstum heilsársstörfum og varðveitir þá reynslu og þekkingu sem skapast innan greinarinnar. En hvað getum við gert til að ýta undir heilsársferðaþjónustu? Atburðir síðustu vikna sanna hið fornkveðna, að hér geta veður skipast skjótt í lofti og hér getur fólk upplifað raunverulegt vetrarveður. En í því getur einmitt falist aðdráttarafl. Ferðamannastaðirnir okkar umbreytast að vetri til, en verða jafnvel enn fegurri fyrir vikið. Fossar í klakaböndum eru allt eins tilkomumiklir og þegar vatnið ryðst fram. Markaðssetning erlendis er mikilvæg, en við þurfum líka að setjast niður hér heima og ákveða hvað við viljum gera og hvað við erum tilbúin að leggja á okkur. Hér þarf að eiga sér samtal um forgangsröðun í snjóruðningi, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, en einnig þarf að fræða fólkið sem hingað kemur um raunveruleika hins íslenska veturs. Að mörgu er að huga, en ég er sannfærð um að ef við höfum langtímahagsmuni ferðaþjónustunnar og íslensks samfélags í huga getum við náð markverðum árangri í þessum efnum. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. Hvort sem miðað er við fjölda starfa, gjaldeyristekjur eða veltu fyrirtækja í greininni er ferðaþjónustan svo sannarlega orðin ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Á sama tíma og ljóst er hversu mikilvæg greinin er fyrir okkur Íslendinga þá vitum við líka að við eigum mikið inni og getum gert betur, fyrirtækjunum, starfsfólkinu og viðskiptavinum okkar til heilla. Þekking og reynsla geta tapast Til lengri tíma veltur árangur okkar á því hversu vel okkur tekst að dreifa heimsóknum yfir árið, t.d. með áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku. Þessa dagana eru miklar sveiflur í rekstri fyrirtækjanna, sem þýðir að stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu er ekki með fasta vinnu allt árið, heldur starfar þar nokkra mánuði í senn, eða hleypur í eitt og eitt verkefni, samhliða annarri vinnu eða námi. Þetta fyrirkomulag hentar sumum, en því fylgja líka ókostir. Það er kostnaðarsamt að vera sífellt að ráða fólk og þjálfa og enn mikilvægara er að við þessar aðstæður er erfiðara að viðhalda þekkingu og reynslu. Það getur á sama tíma komið niður á þeim gæðum sem við viljum standa fyrir þar sem mun erfiðara er að viðhalda sama þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini ef stöðugt þarf að fjölga og fækka fólki eftir árstíðarsveiflum. Það er meðal annars þess vegna sem markmið okkar hjá Arctic Adventures er að bjóða starfsfólki okkar vinnu árið um kring. Það hentar ekki öllum að vera í tímabundinni vinnu samhliða öðru. Vissulega getur slíkt fyrirkomulag hentað fólki um tíma, en á einhverjum tímapunkti viljum við flest njóta meiri stöðugleika. Eins og áður segir verður meirihluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja til yfir sumartímann og þá er meiri þörf fyrir starfsfólk en þegar hægist um. Fleiri ferðamenn utan háannatíma Til að geta fjölgað heilsársstörfum þurfum við því að fjölga ferðamönnum sem hingað koma utan háannatíma. Reynslumikið starfsfólk í fullu starfi árið um kring er um leið mikilvægur öryggisþáttur sem stuðlar að því að vetrar-ferðamennskan verði öruggari og gangi áfallalítið fyrir sig. Öryggi ferðamanna, ekki síst að vetri til, hefur verið reglulega í umræðunni. Betra skipulag ferðaþjónustunnar árið um kring og þekking sem safnast upp í greininni þegar fólk á kost á framtíðarstarfi ættu að haldast í hendur og auka bæði virði og gæði þjónustunnar. Þetta eru auðvitað ekki ný sannindi, en vonandi verða þessi skrif til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við leggjum áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku almennt. Við viljum vera með reyndasta, menntaðasta, faglegasta og öruggasta starfsfólk sem völ er á. Til að geta byggt upp slíka reynslu og til að halda í þetta fólk verðum við að geta boðið því vel launaða vinnu allt árið um kring. Veturinn er aðlaðandi Á það hefur verið bent, í skýrslum og greinum, að arðsemi í ferðaþjónustu þyrfti að vera meiri og það er alveg rétt, enda er betri arðsemi forsenda þess að í greininni geti fólk af öllu tagi fundið vel launuð heilsársstörf. Ef við náum jafnari dreifingu ferðafólks yfir árið sláum við margar flugur í einu höggi. Jafnara álag bætir til muna nýtingu fjármuna, skilar sér í meiri arðsemi, fjölgar föstum heilsársstörfum og varðveitir þá reynslu og þekkingu sem skapast innan greinarinnar. En hvað getum við gert til að ýta undir heilsársferðaþjónustu? Atburðir síðustu vikna sanna hið fornkveðna, að hér geta veður skipast skjótt í lofti og hér getur fólk upplifað raunverulegt vetrarveður. En í því getur einmitt falist aðdráttarafl. Ferðamannastaðirnir okkar umbreytast að vetri til, en verða jafnvel enn fegurri fyrir vikið. Fossar í klakaböndum eru allt eins tilkomumiklir og þegar vatnið ryðst fram. Markaðssetning erlendis er mikilvæg, en við þurfum líka að setjast niður hér heima og ákveða hvað við viljum gera og hvað við erum tilbúin að leggja á okkur. Hér þarf að eiga sér samtal um forgangsröðun í snjóruðningi, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, en einnig þarf að fræða fólkið sem hingað kemur um raunveruleika hins íslenska veturs. Að mörgu er að huga, en ég er sannfærð um að ef við höfum langtímahagsmuni ferðaþjónustunnar og íslensks samfélags í huga getum við náð markverðum árangri í þessum efnum. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun