Frímerkja- og myntsafnarar slegnir eftir innbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2023 19:24 Í peningaskápnum var ekki að finna mikil verðmæti. Aðsend Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. „Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent