Franskir fjölmiðlar segja frá því að börnin hafi verið á aldrinum tveggja til fjórtán ára – fimm drengir og tvær stúlkur.
BFMTV segir frá því að eiginmaður konunnar og faðir barnanna hafi verið fluttur á sjúkrahús í Château-Thierry með alvarlega brunaáverka.
Slökkviliði var gert viðvart um eldinn af nágrönnum fjölskyldunnar skömmu fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fjölskyldan var sofandi á annarri hæð hússins þegar eldurinn kom upp.
Ekki liggur fyrir um orsök brunans.
Charly-sur-Marne er að finna um sjötíu kílómetra austur af frönsku höfuðborginni París.