Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 09:22 Fjöldi fólks er sagður fastur undir húsarústum. AP/IHA Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023 Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023
Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira