Gefa Dallas D í einkunn fyrir Kyrie Irving skiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 23:00 Kyrie Irving hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Brooklyn Nets sem sendi hann til Texas. AP/Frank Franklin II Kyrie Irving er nú orðinn leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta og þar með liðsfélagi Slóvenans Luka Doncic. Eftir að Irving óskaði eftir því að vera skipt frá Brooklyn Nets þá sáu kannski flestir fyrir sér að hann færi til Los Angeles Lakers og því var sérstakt að sjá þennan frábæra bakvörð enda í Dallas. En hversu góð skipti eru þetta og hvort liðið hafði betur í skiptunum? Sérfræðingar ESPN eru ekki í neinum vafa. Þrátt fyrir að Kyrie Irving myndi nú eitt öflugasta tvíeyki deildarinnar með Doncic þá fær Dallas ekki háa einkunn. Sérfræðingar ESPN gefa Dallas Mavericks bara D í einkunn fyrir þessi leikmannaskipti. Brooklyn Nets fær að sama skapi B+ í einkunn fyrir sinn hlut í skiptunum. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Irving fer ekki einn til Dallas heldur tekur hann Markieff Morris með sér. Brooklyn fékk aftur á móti til baka leikmennina Dorian Finney-Smith og Spencer Dinwiddie sem og valrétti úr bæði fyrstu og annarri umferð. Dinwiddie þekkir vel til hjá Nets því hann spilaði þar í fimm tímabil frá 2016 til 2020. Irving er að renna út á samningi og því er allt eins líklegt að hann stoppi stutt í Dallas gangi hlutirnir ekki upp. Irving er aftur á móti að skora 27,1 stig í leik í deildinni og fyrir hjá liðinu er auðvitað Doncic sem er að skora 33,4 stig og gefa 8,2 stoðsendingar í leik á þessari leiktíð. Finney-Smith og Dinwiddie halda báðir upp á þrítugsafmælið sitt á þessu ári. Dinwiddie er með 17,7 stig í leik og Finney-Smith var að skila 9,1 stigi í leik. View this post on Instagram A post shared by Redzone Sports (@redzonesports__) NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
Eftir að Irving óskaði eftir því að vera skipt frá Brooklyn Nets þá sáu kannski flestir fyrir sér að hann færi til Los Angeles Lakers og því var sérstakt að sjá þennan frábæra bakvörð enda í Dallas. En hversu góð skipti eru þetta og hvort liðið hafði betur í skiptunum? Sérfræðingar ESPN eru ekki í neinum vafa. Þrátt fyrir að Kyrie Irving myndi nú eitt öflugasta tvíeyki deildarinnar með Doncic þá fær Dallas ekki háa einkunn. Sérfræðingar ESPN gefa Dallas Mavericks bara D í einkunn fyrir þessi leikmannaskipti. Brooklyn Nets fær að sama skapi B+ í einkunn fyrir sinn hlut í skiptunum. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Irving fer ekki einn til Dallas heldur tekur hann Markieff Morris með sér. Brooklyn fékk aftur á móti til baka leikmennina Dorian Finney-Smith og Spencer Dinwiddie sem og valrétti úr bæði fyrstu og annarri umferð. Dinwiddie þekkir vel til hjá Nets því hann spilaði þar í fimm tímabil frá 2016 til 2020. Irving er að renna út á samningi og því er allt eins líklegt að hann stoppi stutt í Dallas gangi hlutirnir ekki upp. Irving er aftur á móti að skora 27,1 stig í leik í deildinni og fyrir hjá liðinu er auðvitað Doncic sem er að skora 33,4 stig og gefa 8,2 stoðsendingar í leik á þessari leiktíð. Finney-Smith og Dinwiddie halda báðir upp á þrítugsafmælið sitt á þessu ári. Dinwiddie er með 17,7 stig í leik og Finney-Smith var að skila 9,1 stigi í leik. View this post on Instagram A post shared by Redzone Sports (@redzonesports__)
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira