Talið er að á annað þúsund manns séu látnir en gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. Á ellefta tímanum reið yfir annar skjálfti nærri borginni Kahramanmaras í suðausturhluta Tyrklands.
Utanríkisráðuneytið biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér.
„Ef aðstoðar er þörf hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Gott er að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.“