Innlent

Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Byggingar í bænum Afrin í Sýrlandi eru rústir einar eftir stóra skjálftann í morgun.
Byggingar í bænum Afrin í Sýrlandi eru rústir einar eftir stóra skjálftann í morgun. Getty Images/Ugur Yildirim

Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið.

Talið er að á annað þúsund manns séu látnir en gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. Á ellefta tímanum reið yfir annar skjálfti nærri borginni Kahramanmaras í suðausturhluta Tyrklands.

Utanríkisráðuneytið biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér.

„Ef aðstoðar er þörf hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Gott er að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.“


Tengdar fréttir

„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“

„Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana.

Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×