Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:10 Eftirskjálfti sem mældist 7,5 að stærð reið yfir fyrir hádegi í dag. Eyðileggingin er víða mikil í Tyrklandi. EPA Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16
„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22
Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40