Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:00 FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun