„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 06:48 Maður heldur á líkamsleifum barns sem lést í skjálftanum. AP/Ghaith Alsayed Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar. Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar.
Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent