Íslenska hvalkjötið komið í höfn í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2023 09:49 Skipið Silver Copenhagen kom til hafnar norðaustan við borgina Fukuoka, milli Nagasaki og Hiroshima, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic. Marine Traffic Norska flutningaskipið Silver Copenhagen kom til hafnar í Japan í morgun eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Farmurinn var 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag: Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag:
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42