Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 11:56 Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í janúar. Vísir/Hulda Margrét Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38