Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 14:45 Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Í einu tilvikinu þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira