Umferðaróhapp varð í miðbænum þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir. Fólk í bílunum fékk minniháttar áverka en slökkvilið kom til að þrífa upp olíu.
Einnig varð umferðaróhapp á Miklubraut en þar kom til ágreinings milli ökumanna. Þegar lögregluþjónar komu á vettvang hafði sá sem talinn er hafa valdið slysinu flúið af vettvangi.
Þá hefur lögreglan til rannsóknar eitt innbrot í miðbænum.
Einnig barst tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá reyndist ofurölvi en hlúð var að honum og honum keyrt heim.