„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Júlíus Magnússon tók við bikarnum sem fyrirliði þegar Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra. Árið 2021 vann hann tvennuna með liðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki