Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 19:30 Lorenz þekkja margir í Vesturbænum. Vísir/Sigurjón Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. „Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“ Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“
Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira