Albert hóf leikinn út á vinstri væng Genoa. Eftir góðan einleik á 25. mínútu, þar sem hann stóð af sér tæklingu varnarmanns Palermo, skilaði Albert boltanum í netið og skoraði það sem virtist ætla að verða eina mark leiksins.
Það voru komnar sjö mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Filip Jagiello gulltryggði sigur Genoa, lokatölur 2-0 á Luigi Ferraris-vellinum í Genoa. Albert var tekinn af velli þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
— Genoa CFC (@GenoaCFC) February 10, 2023
Genoa er áfram í 2. sæti Serie B. Nú með 43 stig, átta stigum minna en topplið Frosinone sem á leik til góða en fjórum meira en Reggina sem er í 3. sæti. Reggina á einnig leik til góða.