Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Siggeir F. Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:56 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10