Höggið frá Jayson Tatum var auðvitað slysahögg en olnbogi hans brákaði bein í efrikjálkabeini Brown.
Tatum skoraði 41 stig í næsta leik Boston liðsins sem liðið vann. Eftir leikinn talaði hann um olnbogann afdrifaríka.
„Mér líður eins og ég þurfi að kaupa handa honum bíl eða eitthvað,“ sagði Jayson Tatum.
„Auðvitað líður mér hræðilega yfir þessu en þetta var furðulegt slys. Hvort sem ég reddi handa honum grímu eða nýjum bíl þá er ég maður í það,“ sagði Tatum.
Boston Celtics liðið er með bestan árangur í Austurdeildinni og er það ekki síst vegna frábærar spilamennsku þeirra Tatum og Brown.
Jayson Tatum er með 30,8 stig, 8,6 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en Jaylen Brown er með 26,5 stig, 7,0 fráköst og 3,2 stoðsendingar á meðaltali í leik. Ekkert smá tvíeyki þar á ferðinni.