Eignaðist fjórða barnið og landaði hlutverki í It Ends With Us Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 10:31 Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Blake Lively. Getty/Vittorio Zunino Leikkonan Blake Lively hefur eignast sitt fjórða barn með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Blake tilkynnti um komu barnsins á Instagram í gær, þó á afar lúmskulegan hátt. Í haust tilkynnti parið að von væri á fjórða barninu. Ekki var þó um hefðbundna óléttutilkynningu að ræða, heldur mætti Blake óvænt með óléttukúlu á rauða dregilinn á Forbes viðburði. Í gær birti Blake svo mynd af þeim hjónum frá Super Bowl sunnudeginum og vakti það mikla athygli fylgjenda hennar að óléttukúlan var horfin. Erlendir miðlar á borð við People greindu í kjölfarið frá því að barnið væri fætt. Fyrir eiga Blake og Ryan dæturnar James, Inez og Betty. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það er nóg um að vera hjá Blake því nýlega var greint frá því að hún hefði landað hlutverki í kvikmyndinni It Ends With Us. Bókin er byggð á samnefndri metsölubók eftir rithöfundinn Colleen Hoover. Bókin kom út árið 2016 og varð gríðarlega vinsæl meðal ungra kvenna og á samfélagsmiðlinum TikTok. Eftir að greint var frá því að bókin yrði gerð að kvikmynd voru miklar vangaveltur á TikTok um það hver skyldi fara með hlutverk aðalsögupersónunnar Lily Bloom. Rithöfundurinn Colleen Hoover setti því samfélagsmiðla á hliðina þegar hún greindi frá því að Blake Lively færi með aðalhlutverkið og leikarinn Justin Baldoni færi með hlutverk sögupersónunnar Ryle, samhliða því að leikstýra myndinni. Blake er þekktust fyrir það að hafa farið með hlutverk Serenu van der Woodsen í þáttunum Gossip Girl. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Age of Adaline og A Simple Favor. Mótleikari hennar Justin Baldoni gerði garðinn frægan í þáttunum Jane the Virgin. Framleiðsla myndarinnar er ennþá á byrjunarstigi en bjartsýnismenn telja að hún gæti verið væntanleg árið 2024. View this post on Instagram A post shared by Colleen Hoover (@colleenhoover) Ástin og lífið Hollywood Barnalán Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30 Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31 Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Í haust tilkynnti parið að von væri á fjórða barninu. Ekki var þó um hefðbundna óléttutilkynningu að ræða, heldur mætti Blake óvænt með óléttukúlu á rauða dregilinn á Forbes viðburði. Í gær birti Blake svo mynd af þeim hjónum frá Super Bowl sunnudeginum og vakti það mikla athygli fylgjenda hennar að óléttukúlan var horfin. Erlendir miðlar á borð við People greindu í kjölfarið frá því að barnið væri fætt. Fyrir eiga Blake og Ryan dæturnar James, Inez og Betty. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það er nóg um að vera hjá Blake því nýlega var greint frá því að hún hefði landað hlutverki í kvikmyndinni It Ends With Us. Bókin er byggð á samnefndri metsölubók eftir rithöfundinn Colleen Hoover. Bókin kom út árið 2016 og varð gríðarlega vinsæl meðal ungra kvenna og á samfélagsmiðlinum TikTok. Eftir að greint var frá því að bókin yrði gerð að kvikmynd voru miklar vangaveltur á TikTok um það hver skyldi fara með hlutverk aðalsögupersónunnar Lily Bloom. Rithöfundurinn Colleen Hoover setti því samfélagsmiðla á hliðina þegar hún greindi frá því að Blake Lively færi með aðalhlutverkið og leikarinn Justin Baldoni færi með hlutverk sögupersónunnar Ryle, samhliða því að leikstýra myndinni. Blake er þekktust fyrir það að hafa farið með hlutverk Serenu van der Woodsen í þáttunum Gossip Girl. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Age of Adaline og A Simple Favor. Mótleikari hennar Justin Baldoni gerði garðinn frægan í þáttunum Jane the Virgin. Framleiðsla myndarinnar er ennþá á byrjunarstigi en bjartsýnismenn telja að hún gæti verið væntanleg árið 2024. View this post on Instagram A post shared by Colleen Hoover (@colleenhoover)
Ástin og lífið Hollywood Barnalán Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30 Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31 Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30
Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31
Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30