„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson vill sjá þétt setna Origo-höll í kvöld. vísir/arnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna. Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni