„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 23:31 Styrmir Snær Þrastarson hefur átt frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu eftir að hann snéri aftur frá Bandaríkjunum. Vísir / Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
„Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira