Ekki fleiri brúðkaup! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar