Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti.
Stærstu mótmælin í áraraðir
Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána.
„Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag.

Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra.
Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór.
More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0
— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023