Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:11 Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið. Getty/Christopher Furlong Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira