Nokkrar spurningar til skattayfirvalda um skattlagningu og skráningu almannaheillasamtaka Jónas Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2023 13:30 Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun