Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 22:17 Um er að ræða kvendýr sem er um sex metrar að lengd. Sölvi R. Vignisson Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga á dögunum. Líffræðingur segir ekki sérstaklega algengt að slík dýr finnist í fjörum landsins. Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur. Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur.
Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira