Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Andri Rúnar Bjarnason sést hér kominn í Valsbúninginn. Instagram/@valurfotbolti Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals Besta deild karla Valur Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals
Besta deild karla Valur Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira