Ráðin til Nox Medical Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2023 10:32 Brynja Vignisdóttir, Carlos Teixera, Hlynur Davíð Hlynsson og Ellisif Sigurjónsdóttir. Aðsend Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira