Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 12:07 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira