Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2023 14:18 Skotveiðimenn á hreindýraslóð. Verð á hreindýraleyfum hafa hækkað mikið og eru færri dýr til skiptanna. Á spjallborðum skotveiðimanna hafa ýmsir lýst því yfir að þeir líti nú út fyrir landsteina til að komast í skotveiði, kostnaðurinn við það sé varla meiri. vísir/jakob Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. Í ár er heimilt að veiða allt að 901 dýr, 475 kýr og 426 tarfa. Í tilkynningu á vefsíðu umhverfisstofnunar er tilgreint að þessar tölur séu með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum. Veiðitímabilið á tarfa er frá 15. júlí til 15. september. Fram til 1. ágúst er veiði á törfum aðeins heimil ef þeir eru ekki í fylgd með kúm og þá að veiðar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. Veiðitími kúa er svo frá 1. ágúst til og með 20. september. Jóhann G. Gunnarsson er umsjónarmaður veiðanna með starfstöð sína á Egilsstöðum. Fáir eru eins vel að sér um hreindýraveiðar og fyrirkomulag þeirra og einmitt hann. Í fyrra var kvótinn meiri eða 1021 dýr. Veiða mátti 1220 dýr árið 2021. Jóhann segir tillaga um kvóta byggða á talningum Náttúrustofu Austurlands. „Þessi fækkun byggir á tillögum þeirra um ákveðna óvissu um stærð stofnsins. Munar þar mestu um lítinn fjölda dýra á veiðisvæði tvö og kemur lægri veiðikvóti þar ekki á óvart þar sem mjög erfiðlega gekk að veiða kvótann þar síðasta ár,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Verðbólga í veiðinni Þá hafa veiðileyfin hækkað verulega í verði og eru margir skotveiðimenn ósáttir við það. Veiðileyfi á tarf kostar 180 þúsund, en kostaði 150 í fyrra. Veiðileyfi á kú er nú komið upp í 103 þúsund krónur en var 86 þúsund krónur í fyrra. Spurður um hvort þetta megi ekki heita býsna rífleg hækkun vill Jóhann vitna til orða Bjarna Jónassonar teymisstjóra sem hefur látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að umhverfisstofnun beri lagaleg skylda til að leggja fram gjald sem dekkar kostnað við stjórnsýslu, rannsóknir og vöktun. Þegar kvótinn minnkar minnka peningarnir en umfangið er áfram hið sama, að sögn Bjarna. Jóhann og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021. Þorgerður Sigurðardóttir Kostnaður við umsýslu á kerfinu öllu hefur hækkað en veiðileyfagjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2018 en þá mátti veiða 1.450 dýr. Hér sé því um uppsafnaðan vanda að ræða en tap hafi verið á hreindýrasjóði í fyrra og þann halla þurfi að leiðrétta. Jóhann segist heyra af og sjái á spjallsíðum skotveiðimanna að óánægju gæti í þeim hópi með hækkun á verði leyfanna. „Það eru bara eðlileg viðbrögð, það er allt að hækka í dag. Menn hafa nú bara verið kurteisir þeir sem spjallað hafa um þetta við mig. Með öllum kostnaði er þetta orðið dýrt.“ Veiðileyfið aðeins hluti kostnaðarins Á þeim vettvangi hefur verið bent að 180 þúsund krónur sé á pari við dag í sæmilegra dýrri laxveiðiá. En þó er vert að hafa í huga að gróflega á slegið er leyfið sjálft ekki nema um 1/3 kostnaðar fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu sem fara austur til veiða. Við bætist olíu- og ferðakostnaður, gjald til hreindýraleiðsögumanns sem er áskilið, gistikostnaður, verkun á dýrinu auk annars tilfallandi svo sem skotpróf sem þarf að taka sérstaklega. Menn mega teljast séðir að komast frá því að fella dýr og það kosti undir hálfri milljón. En skotveiðimenn láta þetta þó ekki stöðva sig í því að sækja um hreindýraveiðileyfi. Hvort sem það eru þá þeir hinir betur stæðu í þessu samfélagi og/eða að þeir hinir snauðu séu að brjóta sparibauka barna sinna. „Nú í morgun voru 900 umsóknir komnar en ég er ekki með það sundurliðað eftir svæðum, það kemur ekki ljós fyrr en umsóknarfrestur hefur runnið út þann 28. febrúar hvernig þær skiptast milli kynja og svæða,“ segir Jóhann. Þetta þýðir að þegar hafa jafn margir sótt um leyfi og kvótinn gerir ráð fyrir en hins vegar liggur ekki fyrir hvernig umsóknirnar dreifast. „Sennilega munu þeir sem alltaf hafa sótt um á svæði 2 sækja um á nærliggjandi svæðum þar sem kvótinn er hærri. Kannski munu fleiri sleppa því að sækja um þetta árið og umsóknum fækka eitthvað.“ Hreindýrakjöt Skotveiði Umhverfismál Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Í ár er heimilt að veiða allt að 901 dýr, 475 kýr og 426 tarfa. Í tilkynningu á vefsíðu umhverfisstofnunar er tilgreint að þessar tölur séu með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum. Veiðitímabilið á tarfa er frá 15. júlí til 15. september. Fram til 1. ágúst er veiði á törfum aðeins heimil ef þeir eru ekki í fylgd með kúm og þá að veiðar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. Veiðitími kúa er svo frá 1. ágúst til og með 20. september. Jóhann G. Gunnarsson er umsjónarmaður veiðanna með starfstöð sína á Egilsstöðum. Fáir eru eins vel að sér um hreindýraveiðar og fyrirkomulag þeirra og einmitt hann. Í fyrra var kvótinn meiri eða 1021 dýr. Veiða mátti 1220 dýr árið 2021. Jóhann segir tillaga um kvóta byggða á talningum Náttúrustofu Austurlands. „Þessi fækkun byggir á tillögum þeirra um ákveðna óvissu um stærð stofnsins. Munar þar mestu um lítinn fjölda dýra á veiðisvæði tvö og kemur lægri veiðikvóti þar ekki á óvart þar sem mjög erfiðlega gekk að veiða kvótann þar síðasta ár,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Verðbólga í veiðinni Þá hafa veiðileyfin hækkað verulega í verði og eru margir skotveiðimenn ósáttir við það. Veiðileyfi á tarf kostar 180 þúsund, en kostaði 150 í fyrra. Veiðileyfi á kú er nú komið upp í 103 þúsund krónur en var 86 þúsund krónur í fyrra. Spurður um hvort þetta megi ekki heita býsna rífleg hækkun vill Jóhann vitna til orða Bjarna Jónassonar teymisstjóra sem hefur látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að umhverfisstofnun beri lagaleg skylda til að leggja fram gjald sem dekkar kostnað við stjórnsýslu, rannsóknir og vöktun. Þegar kvótinn minnkar minnka peningarnir en umfangið er áfram hið sama, að sögn Bjarna. Jóhann og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021. Þorgerður Sigurðardóttir Kostnaður við umsýslu á kerfinu öllu hefur hækkað en veiðileyfagjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2018 en þá mátti veiða 1.450 dýr. Hér sé því um uppsafnaðan vanda að ræða en tap hafi verið á hreindýrasjóði í fyrra og þann halla þurfi að leiðrétta. Jóhann segist heyra af og sjái á spjallsíðum skotveiðimanna að óánægju gæti í þeim hópi með hækkun á verði leyfanna. „Það eru bara eðlileg viðbrögð, það er allt að hækka í dag. Menn hafa nú bara verið kurteisir þeir sem spjallað hafa um þetta við mig. Með öllum kostnaði er þetta orðið dýrt.“ Veiðileyfið aðeins hluti kostnaðarins Á þeim vettvangi hefur verið bent að 180 þúsund krónur sé á pari við dag í sæmilegra dýrri laxveiðiá. En þó er vert að hafa í huga að gróflega á slegið er leyfið sjálft ekki nema um 1/3 kostnaðar fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu sem fara austur til veiða. Við bætist olíu- og ferðakostnaður, gjald til hreindýraleiðsögumanns sem er áskilið, gistikostnaður, verkun á dýrinu auk annars tilfallandi svo sem skotpróf sem þarf að taka sérstaklega. Menn mega teljast séðir að komast frá því að fella dýr og það kosti undir hálfri milljón. En skotveiðimenn láta þetta þó ekki stöðva sig í því að sækja um hreindýraveiðileyfi. Hvort sem það eru þá þeir hinir betur stæðu í þessu samfélagi og/eða að þeir hinir snauðu séu að brjóta sparibauka barna sinna. „Nú í morgun voru 900 umsóknir komnar en ég er ekki með það sundurliðað eftir svæðum, það kemur ekki ljós fyrr en umsóknarfrestur hefur runnið út þann 28. febrúar hvernig þær skiptast milli kynja og svæða,“ segir Jóhann. Þetta þýðir að þegar hafa jafn margir sótt um leyfi og kvótinn gerir ráð fyrir en hins vegar liggur ekki fyrir hvernig umsóknirnar dreifast. „Sennilega munu þeir sem alltaf hafa sótt um á svæði 2 sækja um á nærliggjandi svæðum þar sem kvótinn er hærri. Kannski munu fleiri sleppa því að sækja um þetta árið og umsóknum fækka eitthvað.“
Hreindýrakjöt Skotveiði Umhverfismál Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira