Ekki Hvammsvirkjun! Hólmfríður Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 17:00 Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun