„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Kjartan Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 18:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi eflingarfólks í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16