Er verið að reyna að gera út af við íslenska háskólastúdenta? Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar