Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 10:45 Röskva leggur megináherslu á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en samgöngukort býðst stúdentum á hóflegu verði. Vísir/Friðrik Þór Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50