Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 22:41 Karima El Mahroug, einnig þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby, (t.v.) var sautján ára þegar Berlusconi var sakaður um að hafa greitt henni fyrir kynlíf. Hún er þrítug í dag og neitar því að hafa átt vingott við forsætisráðherrann aldna. AP/Claudio Furlan Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni. Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni.
Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41
Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent