Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 06:56 Biden hefur sætt gagnrýni fyrir að tjá sig ekki fyrr. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira