Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 10:50 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tekur í hönd Riads Malki, utanríkisráðherra Palestínumanna. Myndina birti Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sinni. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem. Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem.
Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28