Mikill meirihluti íbúa vildi 300 milljóna framkvæmdina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 13:59 Mikill meirihluti þeirra íbúa sem sóttu húsfund í gærkvöldi samþykkti at framkvæmdum yrði fram haldið. Vísir/Vilhelm Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund. Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna. Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna.
Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26
Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41