Brúin skemmdist minna í krapaflóðinu en á horfðist Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 17:20 Brúin yfir Svartá við Barkarstaði fór af undirstöðum sínum í krapaflóðinu mánudagskvöldið 13. febrúar 2023. Guðmundur Sigurðsson Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við að lagfæra brú að bænum Barkarstöðum í Svartárdal í dag. Brúin skemmdist minna en á horfðist í miklu krapaflóði í Svartá á mánudagskvöld en miklar viðgerðir þarf á veginum um dalinn. Krapaflóðið í Svartá ruddi burt girðingum og dreifði voldugum jökum og grjótruðningi um tún bænda á mánudagskvöld. Brú yfir Svartá sem tengir bæinn Barkarstaði við veginn um Svartárdal fór af undirstöðum sínum og gólfið skekktist í hamförunum. Sjö manna fjölskylda býr á bænum og hafa sex þeirra verið innlyksa þar síðan. Unnið hefur verið að viðgerðum á brúnni frá því á miðvikudag. Guðmundur Sigurðsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Vísi að brúin sé nú komin upp. Hún hafi reynst mun minna skemmd en á horfðist. Aðeins hafi þurft að hífa hana aftur upp á undirstöðurnar. Vegagerðin hefur híft brúnna upp á stoðirnar.Guðmundur Sigurðsson Ástandið á veginum sjálfum framar í dalnum sé hins vegar slæmt og ljóst að miklar viðgerðir þurfi á honum. Víða séu skörð og skemmdir og töluvert hafi verið af ís á honum. Eftir flóðið hefur Svartá runnið fyrir ofan hefðbundinn farveg sinn við brúna. Víðir Már Gíslason, bóndi á Barkarstöðum, segist vera með tvær gröfur til að reyna að moka ís upp úr árfarveginum til að koma ánni aftur í farveg sinn. Jakarnir séu svakalegir að stærð en hann ætli sér engu að síður að reyna að hrófla við þeim. Stærðarinnar ísjakar hafa myndast í ánni.Guðmundur Sigurðsson Húnabyggð Samgöngur Vegagerð Veður Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Krapaflóðið í Svartá ruddi burt girðingum og dreifði voldugum jökum og grjótruðningi um tún bænda á mánudagskvöld. Brú yfir Svartá sem tengir bæinn Barkarstaði við veginn um Svartárdal fór af undirstöðum sínum og gólfið skekktist í hamförunum. Sjö manna fjölskylda býr á bænum og hafa sex þeirra verið innlyksa þar síðan. Unnið hefur verið að viðgerðum á brúnni frá því á miðvikudag. Guðmundur Sigurðsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Vísi að brúin sé nú komin upp. Hún hafi reynst mun minna skemmd en á horfðist. Aðeins hafi þurft að hífa hana aftur upp á undirstöðurnar. Vegagerðin hefur híft brúnna upp á stoðirnar.Guðmundur Sigurðsson Ástandið á veginum sjálfum framar í dalnum sé hins vegar slæmt og ljóst að miklar viðgerðir þurfi á honum. Víða séu skörð og skemmdir og töluvert hafi verið af ís á honum. Eftir flóðið hefur Svartá runnið fyrir ofan hefðbundinn farveg sinn við brúna. Víðir Már Gíslason, bóndi á Barkarstöðum, segist vera með tvær gröfur til að reyna að moka ís upp úr árfarveginum til að koma ánni aftur í farveg sinn. Jakarnir séu svakalegir að stærð en hann ætli sér engu að síður að reyna að hrófla við þeim. Stærðarinnar ísjakar hafa myndast í ánni.Guðmundur Sigurðsson
Húnabyggð Samgöngur Vegagerð Veður Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira