Loðnuhrognin og fullnýting sjávarfangs Svanur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2023 07:01 Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við. Miklar áskoranir eru í íslenskum sjávarútvegi nú sem endranær. Ástand fiskistofna er þar kannski fyrirferðamest enda veltur allt á að sjálfbærar veiðar verði tryggðar. Grundvöllur þess er að Hafrannsóknarstofnun sé fær um að stunda nauðsynlegar vísindarannsóknir, ekki einungis til að þjónusta sjávarútveginn heldur til að auka skilning á lífríki sjávar. Leit að loðnu til að geta metið veiðikvótann er að stórum hluta fjármögnuð af sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum. Allt veltur á nokkrum dögum Að margra dómi er þó erfiðast að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða. Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar geti selt sinn fisk á háu verði, margir eru um hituna og njóta sumir hverjir styrkja og stuðning sem skekkir samkeppni gríðarlega. Um leið þarf sjávarútvegurinn að standa einn og óstuddur í vöruþróun. Nú þegar loðnuvertíð er framundan þarf að tryggja sem hæst verð fyrir afurðirnar og í raun má ekkert út af bregða. Erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10 til 20 daga ár hvert þegar allra veðra er von á vetrarvertíðinni. Á sínum tíma réðust útgerðarmenn í Vestmannaeyjum í það frumkvöðlastarf að reyna að gera verðmæta vöru úr loðnuhrognum. Sú þróun byggði að mestu á íslensku hugviti starfsmanna uppsjávarfyrirtækjanna og iðnaðarmanna þeirra fyrirtækja sem þjónuðu sjávarútveginum. Um leið urðu sölumenn að finn markað fyrir vöruna. Uppbyggingin var þannig algerlega byggð á innlendu hugviti og þekkingu á sölu- og markaðsstarfi. Nú er svo komið að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 95 % til 100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. En það er mikið í húfi fyrir fyrir íslenskt þjóðarbú. Verðmæti hrognaframleiðslu síðustu tvo áratugi er um 120 milljarðar króna, eða um 5 milljarðar að meðaltali ár hvert. Það er því mikið undir. Kvótakerfið tryggir meiri verðmæti Kvótakerfið og það samspil sem þar hefur verið milli útgerðar, vinnslu og markaðsstarfs - sem er einstakt í hinum alþjóðlega sjávarútvegsiðnaði - hefur kallað eftir hagræðingu og aukinni nýtingu. Þar er að leita skýringa á því að við Íslendingar höfum stöðugt náð meiri verðmætum út úr þeim fiski sem við veiðum enda nauðsynlegt til þess að standa undir auknum kröfum um framlegð og nýtingu hráefnisins. Þetta sýnir nýting loðnuhrogna vel en það á einnig við um fleiri sjávarafurðir Þessi nýtingarkrafa birtist í fiskvinnslu landsins, hvort sem hún fer fram úti á sjó eða í landi en nýjum fjárfestingum er ætlað að tryggja betri meðhöndlun hráefnisins og aukinni verðmætasköpun. Við erum komin ansi langt frá því sem var fyrir daga kvótakerfisins þegar fiskurinn ónýttist oftar en ekki í höndum sjómanna vegna ónógs undirbúnings, lélegs tækjakosts og frumstæðra vinnubragða. Aðeins hluti fisksins var nýttur. Þekking og kunnátta var bara ekki meiri á þessum tíma en sem betur fer hefur orðið breyting á. Í dag stöndum við Íslendingar hvað fremst í heiminum við að nýta það sem upp úr sjónum kemur, um það þarf ekki að deila. Margir eru hins vegar lítið upplýstir um þetta eða hafa einfaldlega ekki áhuga á því. Fjöldi fullnýtingarfyrirtækja Út um allt land er vaxandi fjöldi fyrirtækja sem vinna verðmæti úr hliðarafurðum sjávarafurða. Sjálfsagt mætti kalla þau fullnýtingarfélög en þessi félög eru utan hins hefðbundna sjávarútvegs þó þau sæki þangað fjármögnun, þekkingu og stuðning. Óhætt er að segja að frumkvæðið að fullnýtingu komi frá sjávarútveginum sjálfum og fyrirtækjum landsins eins og gerðist með loðnuhrognin. Þar eiga stjórnmálamenn og stjórnvöld litla aðkomu þó þessir aðilar hampi gjarnan niðurstöðunni. Í rannsókn Íslenska sjávarklasans fyrir tveimur árum kom fram að svo virðist sem engin önnur þjóð í okkar heimshluta komast nálægt Íslandi í sérhæfingu á þessu sviði, fjölda fyrirtækja og hlutfalli nýtingar á fiski. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind sem nýting á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Það má alveg velta fyrir sér hvort sú skilgreining lifi lengi enda fást stöðugt meiri verðmæti úr öðrum hlutum fisksins, þökk sé stöðugri þróun og markaðsvinnu viðkomandi fyrirtækja. Eina haldbæra ástæðan fyrir því að nefna nýtingu annarra hluta fisksins hliðarafurðir er að enn í dag er þessum afurðum hent í flestum löndum. Þótt nýting fisks hér á landi sé mun betri en í öðrum löndum má enn auka hlutfall hliðarafurða sem eru nýttar hérlendis. Samkvæmt fyrrgreindum athugunum Sjávarklasans nýta Íslendingar um 80% af hverjum hvítfiski en sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar benda til þess að nýting í þeim löndum sé um 45 til 55%. Munurinn er sláandi en þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara því miður í súginn hjá öðrum þjóðum. Okkar sjávarútvegur hefur þar mikið fram að færa í þekkingu og tækni. Útflutningstölur segja sína sögu um þetta en velta í lýsisframleiðslu nam röskum 11,2 milljörðum króna á árinu 2018. Velta í sölu þurrkaðra eða frystra hausa var tæpir 4,7 milljarðar og í lifrarvinnslu tæplega 3,7 milljarðar sama ár. Velta í hrognaframleiðslu var rösklega 1,2 milljarðar. Útflutningur á marningi og fiskafskurði nam um 1,6 milljörðum. Þau fyrirtæki, sem sinna bróðurparti niðursuðu á lifur, lýsisframleiðslu, þurrkun og hrognavinnslu eru tæplega 20 talsins. Þessi fyrirtæki velta á þriðja tug milljarði króna. Mörg þessi fyrirtæki eiga sér langa sögu og hafa fest sig í sessi á alþjóðlegum mörkuðum og nýta styrkleika íslenska sjávarútvegsins. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við. Miklar áskoranir eru í íslenskum sjávarútvegi nú sem endranær. Ástand fiskistofna er þar kannski fyrirferðamest enda veltur allt á að sjálfbærar veiðar verði tryggðar. Grundvöllur þess er að Hafrannsóknarstofnun sé fær um að stunda nauðsynlegar vísindarannsóknir, ekki einungis til að þjónusta sjávarútveginn heldur til að auka skilning á lífríki sjávar. Leit að loðnu til að geta metið veiðikvótann er að stórum hluta fjármögnuð af sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum. Allt veltur á nokkrum dögum Að margra dómi er þó erfiðast að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða. Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar geti selt sinn fisk á háu verði, margir eru um hituna og njóta sumir hverjir styrkja og stuðning sem skekkir samkeppni gríðarlega. Um leið þarf sjávarútvegurinn að standa einn og óstuddur í vöruþróun. Nú þegar loðnuvertíð er framundan þarf að tryggja sem hæst verð fyrir afurðirnar og í raun má ekkert út af bregða. Erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10 til 20 daga ár hvert þegar allra veðra er von á vetrarvertíðinni. Á sínum tíma réðust útgerðarmenn í Vestmannaeyjum í það frumkvöðlastarf að reyna að gera verðmæta vöru úr loðnuhrognum. Sú þróun byggði að mestu á íslensku hugviti starfsmanna uppsjávarfyrirtækjanna og iðnaðarmanna þeirra fyrirtækja sem þjónuðu sjávarútveginum. Um leið urðu sölumenn að finn markað fyrir vöruna. Uppbyggingin var þannig algerlega byggð á innlendu hugviti og þekkingu á sölu- og markaðsstarfi. Nú er svo komið að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 95 % til 100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. En það er mikið í húfi fyrir fyrir íslenskt þjóðarbú. Verðmæti hrognaframleiðslu síðustu tvo áratugi er um 120 milljarðar króna, eða um 5 milljarðar að meðaltali ár hvert. Það er því mikið undir. Kvótakerfið tryggir meiri verðmæti Kvótakerfið og það samspil sem þar hefur verið milli útgerðar, vinnslu og markaðsstarfs - sem er einstakt í hinum alþjóðlega sjávarútvegsiðnaði - hefur kallað eftir hagræðingu og aukinni nýtingu. Þar er að leita skýringa á því að við Íslendingar höfum stöðugt náð meiri verðmætum út úr þeim fiski sem við veiðum enda nauðsynlegt til þess að standa undir auknum kröfum um framlegð og nýtingu hráefnisins. Þetta sýnir nýting loðnuhrogna vel en það á einnig við um fleiri sjávarafurðir Þessi nýtingarkrafa birtist í fiskvinnslu landsins, hvort sem hún fer fram úti á sjó eða í landi en nýjum fjárfestingum er ætlað að tryggja betri meðhöndlun hráefnisins og aukinni verðmætasköpun. Við erum komin ansi langt frá því sem var fyrir daga kvótakerfisins þegar fiskurinn ónýttist oftar en ekki í höndum sjómanna vegna ónógs undirbúnings, lélegs tækjakosts og frumstæðra vinnubragða. Aðeins hluti fisksins var nýttur. Þekking og kunnátta var bara ekki meiri á þessum tíma en sem betur fer hefur orðið breyting á. Í dag stöndum við Íslendingar hvað fremst í heiminum við að nýta það sem upp úr sjónum kemur, um það þarf ekki að deila. Margir eru hins vegar lítið upplýstir um þetta eða hafa einfaldlega ekki áhuga á því. Fjöldi fullnýtingarfyrirtækja Út um allt land er vaxandi fjöldi fyrirtækja sem vinna verðmæti úr hliðarafurðum sjávarafurða. Sjálfsagt mætti kalla þau fullnýtingarfélög en þessi félög eru utan hins hefðbundna sjávarútvegs þó þau sæki þangað fjármögnun, þekkingu og stuðning. Óhætt er að segja að frumkvæðið að fullnýtingu komi frá sjávarútveginum sjálfum og fyrirtækjum landsins eins og gerðist með loðnuhrognin. Þar eiga stjórnmálamenn og stjórnvöld litla aðkomu þó þessir aðilar hampi gjarnan niðurstöðunni. Í rannsókn Íslenska sjávarklasans fyrir tveimur árum kom fram að svo virðist sem engin önnur þjóð í okkar heimshluta komast nálægt Íslandi í sérhæfingu á þessu sviði, fjölda fyrirtækja og hlutfalli nýtingar á fiski. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind sem nýting á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Það má alveg velta fyrir sér hvort sú skilgreining lifi lengi enda fást stöðugt meiri verðmæti úr öðrum hlutum fisksins, þökk sé stöðugri þróun og markaðsvinnu viðkomandi fyrirtækja. Eina haldbæra ástæðan fyrir því að nefna nýtingu annarra hluta fisksins hliðarafurðir er að enn í dag er þessum afurðum hent í flestum löndum. Þótt nýting fisks hér á landi sé mun betri en í öðrum löndum má enn auka hlutfall hliðarafurða sem eru nýttar hérlendis. Samkvæmt fyrrgreindum athugunum Sjávarklasans nýta Íslendingar um 80% af hverjum hvítfiski en sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar benda til þess að nýting í þeim löndum sé um 45 til 55%. Munurinn er sláandi en þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara því miður í súginn hjá öðrum þjóðum. Okkar sjávarútvegur hefur þar mikið fram að færa í þekkingu og tækni. Útflutningstölur segja sína sögu um þetta en velta í lýsisframleiðslu nam röskum 11,2 milljörðum króna á árinu 2018. Velta í sölu þurrkaðra eða frystra hausa var tæpir 4,7 milljarðar og í lifrarvinnslu tæplega 3,7 milljarðar sama ár. Velta í hrognaframleiðslu var rösklega 1,2 milljarðar. Útflutningur á marningi og fiskafskurði nam um 1,6 milljörðum. Þau fyrirtæki, sem sinna bróðurparti niðursuðu á lifur, lýsisframleiðslu, þurrkun og hrognavinnslu eru tæplega 20 talsins. Þessi fyrirtæki velta á þriðja tug milljarði króna. Mörg þessi fyrirtæki eiga sér langa sögu og hafa fest sig í sessi á alþjóðlegum mörkuðum og nýta styrkleika íslenska sjávarútvegsins. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun