Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 10:54 Kristófer Kristófersson útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði. Bylgjan Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira