Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 15:31 Alfreð er kominn á blað í Danmörku. Lyngby Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli. Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira
Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira