Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 09:41 Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir. Aðsend Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu. Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira