Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 12:00 David O'Connell var gerður aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi árið 2015. Hann fannst látinn af völdum skotsárs á laugardag. AP/Julio Cortez Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær. Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
David O'Connell var 69 ára gamall, fæddur á Írlandi, og var prestur í 45 ár. Frans páfi skipaði hann einn aðstoðarbiskupa Los Angeles-erkibiskupsdæmis, þess stærsta í Bandaríkjunum, árið 2015. Hann helgaði sig sérstaklega baráttu gegn glæpagengjum og er sagður hafa tekið þátt í að róa öldurnar á milli íbúa í Los Angeles og lögreglu eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að ganga í skrokk á Rodney King árið 1992. Sýknan leiddi til mikill uppþota í borginni. Biskupinn fannst látinn af völdum skotsárs í úthverfi um þrjátíu kílómetra austur af miðborg Los Angeles um klukkan 13:00 á laugardag. AP-fréttastofan segir að lögregla vilja hvorki segja hvernig eða hvar lík hans fannst. Fréttarit erkibiskupsdæmisins fullyrti þó að O'Connell hefði fundist látinn á heimili sínu, að sögn Washington Post. Lögregla hefur heldur ekki sagt hvort að hún telji að O'Connell hafi verið skotmark árásarinnar eða hvort að trú hans hafi tengst henni á einhvern hátt. Tveir gyðingar voru nýlega skotnir og særðir vegna trúar þeirra í Los Angeles. José H. Gomez, erkibiskup Los Angeles, lýsti O'Connell sem friðarstilli sem fann til með fátækum og innflytjendum. Eric Garcetti, fyrrvearndi borgarstjóri Los Angeles, sagði O'Connell vin sinn til margra ára. „Borgin hefur misst einn af fallegustu englum sínum,“ tísti Garcetti í gær.
Bandaríkin Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira