Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 15:31 Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Sjá meira
Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun