Leeds rak bandaríska stjórann Jesse Marsch fyrir tveimur vikum og hefur verið að leita að eftirmanni hans síðan þá.
Former Watford boss Javi Gracia is set to be named the manager of Leeds United!
— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2023
More #BBCFootball
Leeds liðið er í erfiðri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Gracia þekkir til ensku úrvalsdeildarinnar en hann stýrði Watford fyrir nokkrum árum.
Gracia endaði á því að vera rekinn frá Watford í september 2019 þegar liðið var á botni deildarinnar en hann hafði tímabilið áður skilað Watford liðinu í þrettánda sæti og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.
Undir stjórn Gracia vann Watford 18 af 56 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og fékk 1,18 stig að meðaltali í leik.
Frá því að hann var í ensku úrvalsdeildinni þá hefur Gracia verið hjá spænska félaginu Valencia auk þess að gera Al Sadd að katörskum meisturum.